Um okkur
Páll Pálsson
"Ég hef starfað í fiskigeiranum í um tvo áratugi og má með sanni segja að fiskurinn hafi fylgt mér alla ævi. Langafi minn, faðir og fleiri í fjölskyldunni hafa allir tengst sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Í rúman áratug rak ég Hafið í Spönginni með góðum orðstír, þar fékk ég að kynnast fjölbreyttu hráefni, þjónustunni og því hvernig ferskur fiskur og vönduð vinnubrögð skipta öllu máli. Ég hef ávallt haft mikla ástríðu fyrir matargerð, og það nýtist vel við þróun og framleiðslu rétta fyrir Ölduna."


About Our Business
This is the space to introduce visitors to the business or brand. Briefly explain who's behind it, what it does and what makes it unique. Share its core values and what this site has to offer.
Haraldur Geir
"Ég hef alla tíð starfað í kringum fisk og matargerð. Fyrsta vinnan mín var við að verka saltfisk og síðar hóf ég störf í fiskverslun, þar sem ég starfaði í nær fimm ár. Matreiðslan kallaði þó fljótt, og eftir að matreiðslumaður bauð mér að læra fagið hófst 12 ára ferill í eldhúsum landsins. Ég lærði á sjávarréttarstað, varð matreiðslunemi ársins og vann mig síðar upp í stöður yfirmatreiðslumanns á virtum veitingastöðum og hótelum í Reykjavík. Að loknum farsælum árum í matreiðslu langaði mig aftur „heim“ – aftur að rótunum. Þar hófst samstarf mitt og Palla sem hefur þróast í það sem er í dag verslunin okkar: Aldan."
